top of page

Tjaldsvæðið í Fljótstungu er kyrrlátt, víðáttumikið og fallegt allt í senn. Það er ekki hugsað fyrir margmenni enda einkennist tilfinningin þar af kyrrð og ró eins og þeir sem ávallt snúa aftur á hverju sumri vita best.
Á tjaldsvæðinu er salernisaðstaða ásamt vöskum tveim. Við bjóðum tjaldgestum einnig að nýta sér sameiginlega aðstöðu heima á hlaði í húsinu er nefnist Hlaðbúð en þar má
finna setuaðstöðu, sjónvarp, bækur,
þráðlaust net og baðherbergi með
sturtu. Þar er morgunverðurinn einnig
borinn fram fyrir þá sem vilja.
Tjaldsvæði

bottom of page