top of page

Ferðir með leiðsögn inn í einn stærsta hraunhelli jarðarinnar!

Hefur þú komið inn í stærsta helli Íslands? Ekki láta það fram hjá þér fara að skoða ótrúlegar hraunmyndanir, dropsteina og ísmyndanir. Hafðu samband!

hellaferðir

Í Fljótstungu bjóðum við upp á gistingu í 7 sumarhúsum og smáhýsum. Við bjóðum einnig upp á morgunverðarhlaðborð ef pantað er með fyrirvara. Við höfum tjaldsvæði og samkomusal þar sem gestir geta borðað og slakað á. Á jörðinni má finna fiskveiðiár, fossa og skemmtilegar gönguleiðir. Bærinn er djúpt inni í Hvítársíðu, nálægt Langjökli og er staðurinn sérstaklega góður til að sjá norðurljósin á veturna.

Fljótstungu er getið allt aftur til ársins 1011 í Grettissögu. Sveitabærinn hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar síðan seint á 19. öld og er einn af hinum fimm upprunalegu bæjum sem hófu ferðaþjónustu á Íslandi.

Við erum byrjuð að taka við bókunum fyrir sumarið 2014!

Í Fljótstungu liggur hraunhellirinn Víðgelmir sem í bók sinni, Íslenskir Hellar, Björn Hróarsson, hellafræðingur og rithöfundur, lýsir sem svo: "...einn merkilegasti hellir jarðarinnar." Hellirinn hefur verið friðaður síðan 1991 þegar fyrrnefndur Björn Hróarsson ásamt fleira fólki ákvað í samvinnu við íbúendur Fljótstungu að koma upp læsanlegu hliði inni í byrjun hellisins til að vernda hann frá frekari skemmdum en mikið hefur verið um það að fólk gangi um hraunhella Íslands á slæman máta en það er á hreinu að hraunmyndanirnar innan í hellinum munu ekki vaxa aftur.

Í Fljótstungu bjóðum við upp á stuttar sem og lengri ferðir inn í Víðgelmi með þjálfuðum leiðsögumönnum, íslenskum sem og ungu fólki af erlendu bergi brotni sem koma til okkar stundum sem jarðfræðinemar eða til að hjálpa til og læra um land og þjóð.

jöklar svanir hestar kyrrð bláber hraun

bottom of page