
sumarhús
Í Fljótstungu bjóðum við upp á gistingu í 7 sumarhúsum og smáhýsum, sum fyrir 2 önnur fyrir allt 6 gesti. Öll húsin hafa eldunaraðstöðu, sumarhúsin hafa sér baðherbergi með sturtu en smáhýsin deila með sér sturtum. Við bjóðum einnig upp á tjaldsvæði með salernisaðstöðu og aðgengi að sturtu.
Við reynum að koma til móts við mismunandi þarfir ferðamanna og bjóðum því upp á mismunandi tegundir af gistingu og þjónustu á meðan dvöl gesta stendur.
1) Hús án rúmfata, handklæða né baðherbergisaukahluta
Komið með eigin svefnpoka. Ódýrasta leiðin til að ferðast um landið.
2) Hús með rúmfötum, handklæðum og baðherbergisaukahlutum
Við komum gefum við ykkur körfu með rúmfötum, handklæðum og baherbergisaukahlutum (bótanísku sjampói, hárnæringu og kremi fyrir hendurnar) ásamt handklæðum fyrir líkama, hendur og andlit. Gestir sjá svo um að taka af rúmum og skila körfu með öllu innihaldi aftur til okkar við brottför.
Aukaþjónusta:
Uppbúin rúm
Látið okkur vita og við búum um ykkur. Þannig bíður allt ykkar tilbúið.
Uppbúin rúm:
Fyrir 1 rúm: 3.000 ISK
Fyrir 2 rúm: 3.500 ISK
Fyrir 3 rúm: 4.000 ISK
Auka rúm: 1.000 ISK
Hreingerningarþjónusta
Hér í Fljótstungu biðjum við alla gesti um að skilja við húsin í sama ásigkomulagi eins og þegar þau komu að þeim. Ef gestir vilja hinsvegar biðja um hreingerningarþjónustu er að lítið mál.
3.000 ISK hvert hús
Vinsamlegast skoðið skilmála Fljótstungu áður en þið bókið gistingu.