top of page

hellaferðir

í hraunhellinn Víðgelmir

Hallmundarhraun, víðfeðmasta hraun Borgarfjarðar, rann úr norðvesturhlíðum Langjökuls í kringum árið 900. Hallmundarhraun nær yfir 242 km2 og hefur að geyma marga af stærstu hellum á Íslandi. Hluti hraunsins liggur í landi Fljótstungu og þar á meðal hellirinn Víðgelmir. Hann er stærstur allra hella á Íslandi og einn rúmmesti hraunhellir í heimi. Í hellinum eru magnaðar ísmyndanir og þegar innar dregur einnig margir fallegir dropsteinar og hraunstrá. Hann er af sérfræðingum talinn vera með merkilegri hellum í heimi.

Víðgelmir er friðaður síðan 1991. Þess vegna er eingöngu hægt að skoða hann með leiðsögn frá Fljótstungu. Við bjóðum upp á ferðir daglega í sumar (1 klst, fyrir alla eldri en 8 ára). Vinsamlegast bókið með fyrirvara til að tryggja ykkur pláss í ferð. Gönguskór eru nauðsyn, mælt er með hlýjum fötum. Hjálmar og ljós innifalið í ferðinni. Ferðir klukkan 10:00, 12:00, 15:00 og 17:00 hvern dag í allt sumar.

Hlustið á dropa innan úr Víðgelmi!

bottom of page